Hefur unga fólkið ógeð á pólitík? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2014 07:00 Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun