Mikilvægari staða, meiri ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun