Til byrði eða bóta? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun