Steik, vín og bólgueyðandi Teitur Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2014 08:00 Sumarið er tíminn þegar fleiri en færri nota tækifærið og grilla sér til matar. Oftar en ekki er um að ræða kjöt þótt fiskurinn sé alltaf að verða vinsælli. Þá finnst býsna mörgum gott að fá sér aðeins í tána og drekka gott vín með matnum, jafnvel fá sér fordrykk, þá er ekki óalgengt að einstaka fái sér koníak með kaffinu. Eflaust fara margir yfir strikið í bæði mat og drykk, en hvaða máli skiptir það svo sem þegar manni líður vel? Hægt er að velta upp mörgum tegundum af matseðlum og hver og einn á sinn uppáhalds, geri ég ráð fyrir. Þá skipta árstíðirnar kannski ekki svo miklu máli þrátt fyrir allt. Sá sem líklega væri vinsælastur hjá þvagsýrugigtarpúkanum og líka hjá veitingamönnum víða um heim er algjör lúxusfæða. Hvítlauksristaður og smjörsteiktur humar sem forréttur, nautalund með ferskum grilluðum aspas, fylltum sveppum og bearnaise. Þessu fylgjandi að sjálfsögðu vín sem passa við hvern rétt, frönsk súkkulaðikaka með rjóma og tvöfaldur espresso. Þessi samsetning alveg steinliggur fyrir þá sem eiga á hættu að fá þvagsýrugigtarkast, því miður. Þeir eru ófáir einstaklingarnir sem hafa vaknað upp um miðja nótt við nístandi sársauka, jafnvel brunatilfinningu og geta með engu móti legið kyrrir undir sænginni vegna verkja. Algengast er að fá þvagsýrugigtarkast í lið stórutáar en það getur svo sem verið hvaða liður sem er sem bólgnar upp. Eymslin eru svo mikil að það má varla koma við húðina yfir bólgna liðnum, hvað þá nota hann og stíga í. Algengara er að karlar á miðjum aldri fái slík köst, en konur eftir tíðahvörf er hópur sem ætti mögulega líka að vara sig á humri og nautalund á sama kvöldi. En hvað er það sem gerist við slík köst? Þessir einstaklingar eru ekki með neina gigt í sjálfu sér en fá samt gífurlega bólgu í liði sem getur tekið margar vikur að ganga til baka. Skýringin er margþætt en í grunninn falla út kristallar í þá liði sem bólgna upp í kjölfar þess að þvagsýra safnast upp í líkama viðkomandi. Undir venjulegum kringumstæðum myndast þvagsýra við ákveðin efnaskipti og nýrun sjá um að losa hana út án þess að við finnum mikið fyrir því. Ef nýrun virka ekki sem skyldi eða við framleiðum of mikið af þvagsýru aukast líkurnar á því að fá kast. Lífsstíll, mataræði og ýmsir sjúkdómar geta ýtt undir þetta ástand, en þar ber einna helst að telja neyslu á dýrapróteinum, fitu, ákveðnum tegundum grænmetis, einföldum kolvetnum, geri, áfengi og þá sérstaklega bjór ásamt reykingum. Þeir sem þjást af háum blóðþrýstingi, sykursýki og svokölluðum lífsstílssjúkdómum auk krabbameina eru í meiri áhættu. Svelti og ofþornun auk vissra lyfja eru einnig áhættuþættir svo það er ýmislegt sem ber að varast. Greiningin er fyrst og fremst klínísk hjá þeim sem koma í kasti til læknis og þurfa nauðsynlega á lyfjum að halda til að tækla svæsinn verkinn sem fylgir bólgunni. Yfirleitt er einnig reynt að mæla þvagsýru í blóði og fá staðfestingu. Sumir fá bara einu sinni kast, en flestir fá ítrekað einkenni og þurfa nákvæmar leiðbeiningar um hvað beri að forðast auk þess sem margir fá lyf í forvarnarskyni. Ýmsar leiðir eru færar til að meðhöndla köstin sjálf, en þær byggjast fyrst og fremst á bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum. Hjá velflestum næst mjög viðunandi árangur og ekki verða neinar langtímaafleiðingar, þó er þekkt að fá húðbreytingar, útfellingar í festum og sinum auk þess að geta myndað nýrnasteina. Það er því almennt mælt með hollu, trefjaríku fæði, ríkulegri neyslu á vatni, draga úr áfengisneyslu og tóbaksnotkun, hreyfa sig reglubundið og draga úr álagi og streitu. Það rímar við hið fornkveðna að halda góðu jafnvægi milli líkama og sálar, en matur er reyndar stór þáttur í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn þegar fleiri en færri nota tækifærið og grilla sér til matar. Oftar en ekki er um að ræða kjöt þótt fiskurinn sé alltaf að verða vinsælli. Þá finnst býsna mörgum gott að fá sér aðeins í tána og drekka gott vín með matnum, jafnvel fá sér fordrykk, þá er ekki óalgengt að einstaka fái sér koníak með kaffinu. Eflaust fara margir yfir strikið í bæði mat og drykk, en hvaða máli skiptir það svo sem þegar manni líður vel? Hægt er að velta upp mörgum tegundum af matseðlum og hver og einn á sinn uppáhalds, geri ég ráð fyrir. Þá skipta árstíðirnar kannski ekki svo miklu máli þrátt fyrir allt. Sá sem líklega væri vinsælastur hjá þvagsýrugigtarpúkanum og líka hjá veitingamönnum víða um heim er algjör lúxusfæða. Hvítlauksristaður og smjörsteiktur humar sem forréttur, nautalund með ferskum grilluðum aspas, fylltum sveppum og bearnaise. Þessu fylgjandi að sjálfsögðu vín sem passa við hvern rétt, frönsk súkkulaðikaka með rjóma og tvöfaldur espresso. Þessi samsetning alveg steinliggur fyrir þá sem eiga á hættu að fá þvagsýrugigtarkast, því miður. Þeir eru ófáir einstaklingarnir sem hafa vaknað upp um miðja nótt við nístandi sársauka, jafnvel brunatilfinningu og geta með engu móti legið kyrrir undir sænginni vegna verkja. Algengast er að fá þvagsýrugigtarkast í lið stórutáar en það getur svo sem verið hvaða liður sem er sem bólgnar upp. Eymslin eru svo mikil að það má varla koma við húðina yfir bólgna liðnum, hvað þá nota hann og stíga í. Algengara er að karlar á miðjum aldri fái slík köst, en konur eftir tíðahvörf er hópur sem ætti mögulega líka að vara sig á humri og nautalund á sama kvöldi. En hvað er það sem gerist við slík köst? Þessir einstaklingar eru ekki með neina gigt í sjálfu sér en fá samt gífurlega bólgu í liði sem getur tekið margar vikur að ganga til baka. Skýringin er margþætt en í grunninn falla út kristallar í þá liði sem bólgna upp í kjölfar þess að þvagsýra safnast upp í líkama viðkomandi. Undir venjulegum kringumstæðum myndast þvagsýra við ákveðin efnaskipti og nýrun sjá um að losa hana út án þess að við finnum mikið fyrir því. Ef nýrun virka ekki sem skyldi eða við framleiðum of mikið af þvagsýru aukast líkurnar á því að fá kast. Lífsstíll, mataræði og ýmsir sjúkdómar geta ýtt undir þetta ástand, en þar ber einna helst að telja neyslu á dýrapróteinum, fitu, ákveðnum tegundum grænmetis, einföldum kolvetnum, geri, áfengi og þá sérstaklega bjór ásamt reykingum. Þeir sem þjást af háum blóðþrýstingi, sykursýki og svokölluðum lífsstílssjúkdómum auk krabbameina eru í meiri áhættu. Svelti og ofþornun auk vissra lyfja eru einnig áhættuþættir svo það er ýmislegt sem ber að varast. Greiningin er fyrst og fremst klínísk hjá þeim sem koma í kasti til læknis og þurfa nauðsynlega á lyfjum að halda til að tækla svæsinn verkinn sem fylgir bólgunni. Yfirleitt er einnig reynt að mæla þvagsýru í blóði og fá staðfestingu. Sumir fá bara einu sinni kast, en flestir fá ítrekað einkenni og þurfa nákvæmar leiðbeiningar um hvað beri að forðast auk þess sem margir fá lyf í forvarnarskyni. Ýmsar leiðir eru færar til að meðhöndla köstin sjálf, en þær byggjast fyrst og fremst á bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum. Hjá velflestum næst mjög viðunandi árangur og ekki verða neinar langtímaafleiðingar, þó er þekkt að fá húðbreytingar, útfellingar í festum og sinum auk þess að geta myndað nýrnasteina. Það er því almennt mælt með hollu, trefjaríku fæði, ríkulegri neyslu á vatni, draga úr áfengisneyslu og tóbaksnotkun, hreyfa sig reglubundið og draga úr álagi og streitu. Það rímar við hið fornkveðna að halda góðu jafnvægi milli líkama og sálar, en matur er reyndar stór þáttur í því.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar