Ógnin fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Váleg tíðindi, eins og var með farþegaþotu grandað yfir Úkraínu, gera ekki boð á undan sér. Hið sama getur átt við um hin góðu. Það var vissulega hið mesta undrunarefni, ekki síður annarra en Íslendinga, að Reykjavík varð fyrir valinu til fundar þeirra Gorbachevs og Reagans í Höfða 1986. Og síðar kom í ljós að fundurinn var upphaf ferlis sem leiddi til loka kalda stríðsins með falli Berlínarmúrsins 1989. Aflétt var ógn kjarnorkustríðs. Spennuþrungnum vonum og vonbrigðum í Höfða er vel lýst í nýútkominni bók Reagan at Reykjavík eftir ráðgjafa hans Ken Adelman. En nú blasir við að með yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014, riðlaðist sú ríkjaskipan sem staðið hafði í 25 ár og samskiptin færst á annað stig. Allt fór mjög til verri vegar við ásakanir um að Rússar hafi látið sínum liðsmönnum té eldflaugabúnaðinn til þess ódæðisverks að skjóta niður malasísku farþegaflugvélina. Upphaf þessa var að Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, riftaði aukaaðildarsamningi við ESB, sem undirrita átti í árslok 2013, en gerði þess í stað samstarfssamning við Rússa. Þetta leiddi til mikilla mótmæla í Kiev, afsagnar og landflótta Yanukovych. Í maí sl. var haldin forsetakosning og valinn í þann stól Petro Porosjenko. Þá greip Pútín tækifærið að einangra Krímskaga, sem eftir „þjóðaratkvæði“ var innlimaður í Rússland. Rússar tóku að vopna rússneskumælandi minnihluta og rússneskur her er í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu. Rússland er nú sá fjandmaður, sem var frá 1949 þegar NATO var stofnað. Herafli var aukinn í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og Búlgaríu. Þeir voru reknir úr G8-samvinnu helstu iðnríkja. NATO lagði af samráðsvettvanginn í NATO Russia Council. Samningar um aðild þeirra að OECD voru lagðir á hilluna. Efnahagslegar- og fjármálalegar þvingunarráðstafanir Bandaríkjanna voru enn hertar í júlí.Hervæða á ný Við norðurskautið hervæða Rússar á ný víglínu kalda stríðsins. RIANOVOSTI-fréttastofan tilkynnti 24. apríl sl. að Pútín forseti hefði ákveðið að koma upp neti nútíma flotabækistöðva á heimsskautssvæðinu vegna nýrrar kynslóða herskipa og kafbáta. Aftur kæmu í notkun tvær flotabækistöðvar og flugvellir í Síberíu ásamt sjö á Kolaskaga. Herða skyldi á kröfum um hafsbotninn, sem er jarðfræðilega tengdur Rússland en það á við um norðurpólinn, sem þeir hafa helgað sér. Á dögum kalda stríðsins ríkti þarna stöðugleiki vegna varna NATO, ekki hvað síst frá Keflavík. Bandaríkin lögðu niður fasta viðveru í Keflavík 2006 en eru aðalþátttakandi í tímabundinni loftrýmisgæslu. Svíþjóð og Finnland koma þar einnig við sögu undir forystu Noregs. Skýrsla frá Carnegie Foundation segir að „Úkraínukrísan hafi bætt norðurvíglínu (e. northern flank) við vestursvæði nýrra átaka. Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræfinga í Íshafinu… Tafir eða jafnvel uppnám samvinnu á norðurskautinu sem hófst giftusamleg 2008, beri ekki að útiloka við þessar kringumstæður …“ Sögulegu tækifæri var glatað, að ekki skyldi farið ráðum mikils málþings um Öryggismál á norðurslóðum og NATO, sem haldið var í Reykjavík 29.-30. janúar 2009. Þátttakendur voru um 300 frá öllum 26 aðildarríkjum bandalagsins með forystu starfsliðs þess með ráðherrum og þingmönnum. Þáverandi aðalframkvæmdastjóri, Jaap de Hoop Scheffer, var mjög eindreginn talsmaður þess að NATO hefði hlutverki að gegna á norðurslóðum. Niðurstöður formanns í ráðstefnulok voru m.a. að nauðsynlegt væri að ná miklu nánari samvinnu í NATO-Russia Council; styrkja bæri samstarfið við Rússa í björgunar- og leitaraðgerðum og lá þá beint við að Keflavík yrði miðstöð þess samstarfs. Það er til furðu að þessum tillögum skyldi ekki fylgt eftir og að meiri áhugi var á meintum gereyðingarvopnum Saddams Husseins en á Norðurskautinu. Ofan á varð lítt skiljanleg stefna Kanada, að norðurskautið væri utan varnarráðagerða NATO. En nú má sjá að hér réði versta skammsýni. Heimurinn kallar á að þjóðarmorð í Palestínu séu stöðvuð og Úkraínukrísunni ljúki en að síðan hefjist viðræður stórveldanna. Fylgir því ekki góð gæfa að bjóða aftur upp á Höfða? Það er þakkarvert að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur markað stefnu um samstöðu við NATO um stuðning við uppbyggingu Úkraínu og að Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var sendur út sem einn fyrirliða í eftirliti ÖSE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Váleg tíðindi, eins og var með farþegaþotu grandað yfir Úkraínu, gera ekki boð á undan sér. Hið sama getur átt við um hin góðu. Það var vissulega hið mesta undrunarefni, ekki síður annarra en Íslendinga, að Reykjavík varð fyrir valinu til fundar þeirra Gorbachevs og Reagans í Höfða 1986. Og síðar kom í ljós að fundurinn var upphaf ferlis sem leiddi til loka kalda stríðsins með falli Berlínarmúrsins 1989. Aflétt var ógn kjarnorkustríðs. Spennuþrungnum vonum og vonbrigðum í Höfða er vel lýst í nýútkominni bók Reagan at Reykjavík eftir ráðgjafa hans Ken Adelman. En nú blasir við að með yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014, riðlaðist sú ríkjaskipan sem staðið hafði í 25 ár og samskiptin færst á annað stig. Allt fór mjög til verri vegar við ásakanir um að Rússar hafi látið sínum liðsmönnum té eldflaugabúnaðinn til þess ódæðisverks að skjóta niður malasísku farþegaflugvélina. Upphaf þessa var að Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, riftaði aukaaðildarsamningi við ESB, sem undirrita átti í árslok 2013, en gerði þess í stað samstarfssamning við Rússa. Þetta leiddi til mikilla mótmæla í Kiev, afsagnar og landflótta Yanukovych. Í maí sl. var haldin forsetakosning og valinn í þann stól Petro Porosjenko. Þá greip Pútín tækifærið að einangra Krímskaga, sem eftir „þjóðaratkvæði“ var innlimaður í Rússland. Rússar tóku að vopna rússneskumælandi minnihluta og rússneskur her er í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu. Rússland er nú sá fjandmaður, sem var frá 1949 þegar NATO var stofnað. Herafli var aukinn í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og Búlgaríu. Þeir voru reknir úr G8-samvinnu helstu iðnríkja. NATO lagði af samráðsvettvanginn í NATO Russia Council. Samningar um aðild þeirra að OECD voru lagðir á hilluna. Efnahagslegar- og fjármálalegar þvingunarráðstafanir Bandaríkjanna voru enn hertar í júlí.Hervæða á ný Við norðurskautið hervæða Rússar á ný víglínu kalda stríðsins. RIANOVOSTI-fréttastofan tilkynnti 24. apríl sl. að Pútín forseti hefði ákveðið að koma upp neti nútíma flotabækistöðva á heimsskautssvæðinu vegna nýrrar kynslóða herskipa og kafbáta. Aftur kæmu í notkun tvær flotabækistöðvar og flugvellir í Síberíu ásamt sjö á Kolaskaga. Herða skyldi á kröfum um hafsbotninn, sem er jarðfræðilega tengdur Rússland en það á við um norðurpólinn, sem þeir hafa helgað sér. Á dögum kalda stríðsins ríkti þarna stöðugleiki vegna varna NATO, ekki hvað síst frá Keflavík. Bandaríkin lögðu niður fasta viðveru í Keflavík 2006 en eru aðalþátttakandi í tímabundinni loftrýmisgæslu. Svíþjóð og Finnland koma þar einnig við sögu undir forystu Noregs. Skýrsla frá Carnegie Foundation segir að „Úkraínukrísan hafi bætt norðurvíglínu (e. northern flank) við vestursvæði nýrra átaka. Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræfinga í Íshafinu… Tafir eða jafnvel uppnám samvinnu á norðurskautinu sem hófst giftusamleg 2008, beri ekki að útiloka við þessar kringumstæður …“ Sögulegu tækifæri var glatað, að ekki skyldi farið ráðum mikils málþings um Öryggismál á norðurslóðum og NATO, sem haldið var í Reykjavík 29.-30. janúar 2009. Þátttakendur voru um 300 frá öllum 26 aðildarríkjum bandalagsins með forystu starfsliðs þess með ráðherrum og þingmönnum. Þáverandi aðalframkvæmdastjóri, Jaap de Hoop Scheffer, var mjög eindreginn talsmaður þess að NATO hefði hlutverki að gegna á norðurslóðum. Niðurstöður formanns í ráðstefnulok voru m.a. að nauðsynlegt væri að ná miklu nánari samvinnu í NATO-Russia Council; styrkja bæri samstarfið við Rússa í björgunar- og leitaraðgerðum og lá þá beint við að Keflavík yrði miðstöð þess samstarfs. Það er til furðu að þessum tillögum skyldi ekki fylgt eftir og að meiri áhugi var á meintum gereyðingarvopnum Saddams Husseins en á Norðurskautinu. Ofan á varð lítt skiljanleg stefna Kanada, að norðurskautið væri utan varnarráðagerða NATO. En nú má sjá að hér réði versta skammsýni. Heimurinn kallar á að þjóðarmorð í Palestínu séu stöðvuð og Úkraínukrísunni ljúki en að síðan hefjist viðræður stórveldanna. Fylgir því ekki góð gæfa að bjóða aftur upp á Höfða? Það er þakkarvert að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur markað stefnu um samstöðu við NATO um stuðning við uppbyggingu Úkraínu og að Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var sendur út sem einn fyrirliða í eftirliti ÖSE.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun