Hamingju hvað sem það kostar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:00 Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun