Mikilvægt er að þakka fyrir vel unnin verk Ellen Calmon skrifar 8. júlí 2014 14:14 Öryrkjabandalag Íslands kom á laggirnar Hvatningarverðlaunum ÖBÍ, árið 2007. Markmið verðlaunanna er að skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Þá er verðlaununum ekki síst ætlað að vekja athygli á þeim aðilum eða verkefnum sem stuðla að því að íslenskt samfélag verði raunverulega samfélag fyrir alla. Eru verðlaunin veitt í þremur flokkum, það er í flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og í flokki umfjöllunar/kynningar. Tilnefningar í hverjum flokki eru þrjár talsins. Verðlaununum er ætlað að vera öðrum hvatning til að stuðla að samfélagi fyrir alla ásamt því að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum. Fjöldi tilnefninga hefur aukist frá ári til árs og vitund um verðlaunin hefur eflst, en kallað er eftir tilnefningum frá almenningi. Gaman er að geta þess að í einstaklingsflokki hafa Freyja Haraldsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Edda Heiðrún Backman og Harpa Dísa Harðardóttir hlotið verðlaunin svo fáeinir séu nefndir. Verðlaunaafhending fer fram þann 3. desember næstkomandi á alþjóðadegi fatlaðs fólks og er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verndari verðlaunanna. Jákvæðar fyrirmyndir Ég tel mikilvægt að þakka fólki fyrir vel unnin verk og með þessu móti getum við unnið sameiginlega að því að varpa ljósi á þær jákvæðu fyrirmyndir sem stuðla að einu samfélagi fyrir alla. Því vil ég hvetja þig, lesandi góður, til að taka þér stund og velta því fyrir þér hver hefur skarað fram úr á þessu sviði og senda inn tilnefningu til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands fyrir 15. september næstkomandi. Tilnefningar má senda um rafrænt eyðublað á heimasíðu ÖBÍ, http://www.obi.is/um-obi/hvatningarverdlaunOBI/tilnefningar2014eydublad/. Einnig má senda tilnefningu í bréfpósti. Vörpum ljósi á jákvæðar fyrirmyndir sem stuðla að einu samfélagi fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands kom á laggirnar Hvatningarverðlaunum ÖBÍ, árið 2007. Markmið verðlaunanna er að skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Þá er verðlaununum ekki síst ætlað að vekja athygli á þeim aðilum eða verkefnum sem stuðla að því að íslenskt samfélag verði raunverulega samfélag fyrir alla. Eru verðlaunin veitt í þremur flokkum, það er í flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og í flokki umfjöllunar/kynningar. Tilnefningar í hverjum flokki eru þrjár talsins. Verðlaununum er ætlað að vera öðrum hvatning til að stuðla að samfélagi fyrir alla ásamt því að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum. Fjöldi tilnefninga hefur aukist frá ári til árs og vitund um verðlaunin hefur eflst, en kallað er eftir tilnefningum frá almenningi. Gaman er að geta þess að í einstaklingsflokki hafa Freyja Haraldsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Edda Heiðrún Backman og Harpa Dísa Harðardóttir hlotið verðlaunin svo fáeinir séu nefndir. Verðlaunaafhending fer fram þann 3. desember næstkomandi á alþjóðadegi fatlaðs fólks og er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verndari verðlaunanna. Jákvæðar fyrirmyndir Ég tel mikilvægt að þakka fólki fyrir vel unnin verk og með þessu móti getum við unnið sameiginlega að því að varpa ljósi á þær jákvæðu fyrirmyndir sem stuðla að einu samfélagi fyrir alla. Því vil ég hvetja þig, lesandi góður, til að taka þér stund og velta því fyrir þér hver hefur skarað fram úr á þessu sviði og senda inn tilnefningu til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands fyrir 15. september næstkomandi. Tilnefningar má senda um rafrænt eyðublað á heimasíðu ÖBÍ, http://www.obi.is/um-obi/hvatningarverdlaunOBI/tilnefningar2014eydublad/. Einnig má senda tilnefningu í bréfpósti. Vörpum ljósi á jákvæðar fyrirmyndir sem stuðla að einu samfélagi fyrir alla.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun