Átti ekki að spara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. júlí 2014 06:00 Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun