Góð byrjun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2014 06:00 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun