Grætt á ferðamönnum? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júní 2014 07:00 Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar