Orð hafa mátt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. júní 2014 07:00 Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun