Ég hvet þig til að kjósa Dagur B. Eggertsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum.Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum.Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun