Bjartir og skemmtilegir garðar og útivistarsvæði í Garðabæ Auður Hallgrímsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garðabæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, fallegustu götuna og snyrtilegasta athafnasvæði fyrirtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leiksvæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhaldsgarð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda.Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæjarins. Bragalundur í Silfurtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga.Tækifærin Gaman væri að eiga fallega andatjörn við Arnarnesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæðið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og húsdýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heiðmerkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæjarins, „það samtal er mjög mikilvægt“.Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hringtorg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjölbreytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyrirmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garðabæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, fallegustu götuna og snyrtilegasta athafnasvæði fyrirtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leiksvæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhaldsgarð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda.Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæjarins. Bragalundur í Silfurtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga.Tækifærin Gaman væri að eiga fallega andatjörn við Arnarnesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæðið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og húsdýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heiðmerkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæjarins, „það samtal er mjög mikilvægt“.Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hringtorg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjölbreytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyrirmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar