Ég elska Hafnarfjörð Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 „Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Linda Hrönn Þórisdóttir Hafnarfjörður Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
„Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun