Lifir þú við útgöngubann? Árni Þór Þorgeirsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar