Sporin hræða Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari skrifar 29. maí 2014 07:00 Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun