Frjálslyndi, val og ábyrgð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun