Hættuleg kosningaloforð Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun