Hættuleg kosningaloforð Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun