Styrkur Sveitarfélagsins Árborgar Ásta Stefánsdóttir skrifar 9. maí 2014 07:00 Á síðustu misserum hefur náðst góður árangur í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar. Skuldir hafa lækkað og þar með er minni fjármunum varið í greiðslu vaxta og verðbóta. Skuldahlutfall eins og það er reiknað á grundvelli gildandi reglugerðar er nú komið niður í 130,2% en var 206% í lok árs 2010. Sveitarfélagið er því laust undan eftirliti Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Góð staða sveitarfélagsins gerir það að verkum að lánastofnanir eru tilbúnar að veita sveitarfélaginu lán til framkvæmda og endurfjármögnunar á hagstæðum kjörum. Aukinn rekstrarafgangur gerir kleift að ráðast í frekari uppbyggingu innan samfélagsins og bæta og þróa þjónustu. Þjónusta sveitarfélagsins er síst minni nú en hún var áður en ráðist var í hagræðingu í rekstri, m.a. hefur opnunartími sundlauga lengst og öll leikskólapláss verið boðin til afnota. Sveitarfélagið Árborg er vel í sveit sett, þar er veitt fjölbreytt þjónusta sem nýtist íbúum á stóru landsvæði og þeim ferðamönnum sem leið eiga um, hvort sem þeir fara um Suðurlandsveg á Selfoss eða um Suðurstrandarveg til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Liður í uppbyggingu þjónustu fyrir ferðamenn og heimafólk er viðbygging við Sundhöll Selfoss sem nú hefur verið hafist handa við. Mörg sóknarfæri felast í ferðamennsku, enda leggur stór hluti innlendra sem erlendra ferðamanna leið sína um sveitarfélagið. Gistimöguleikum hefur fjölgað sem og tækifærum til afþreyingar.Stöðug uppbygging Talsvert framboð er af lóðum í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og veitir sveitarfélagið 25% afslátt af gatnagerðargjöldum. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hefur verið lækkaður þrjú ár í röð og gjaldskrárhækkunum haldið í lágmarki, m.a. hækkuðu gjaldskrár vegna leik- og grunnskóla ekki um síðustu áramót. Grunn- og leikskólar eru öflugir og hefur skólastarf verið eflt með breyttu fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu skólanna. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið stöðug og markviss. Áframhaldandi uppbygging göngustíga milli byggðakjarna og innan þeirra býður upp á fjölbreyttari leiðir til að komast á milli staða, eflir samkennd og stuðlar að heilsueflingu. Allt gerir þetta sveitarfélagið að góðum búsetukosti. Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil enda taka þeir ákvarðanir sem snúa að meðferð almannafjár um þjónustu sem varðar alla íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt það og sannað að þeim er treystandi til að snúa mínus í plús. Tækifæri er til þess að viðhalda stöðugleika í rekstri og ábyrgri fjármálastjórnun sem skapar færi á að halda áfram að efla og bæta þjónustu og byggja upp innviði samfélagsins. Þetta tækifæri geta kjósendur í Árborg nýtt með því að setja X við D-lista í sveitarstjórnarkosningunum hinn 31. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur náðst góður árangur í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar. Skuldir hafa lækkað og þar með er minni fjármunum varið í greiðslu vaxta og verðbóta. Skuldahlutfall eins og það er reiknað á grundvelli gildandi reglugerðar er nú komið niður í 130,2% en var 206% í lok árs 2010. Sveitarfélagið er því laust undan eftirliti Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Góð staða sveitarfélagsins gerir það að verkum að lánastofnanir eru tilbúnar að veita sveitarfélaginu lán til framkvæmda og endurfjármögnunar á hagstæðum kjörum. Aukinn rekstrarafgangur gerir kleift að ráðast í frekari uppbyggingu innan samfélagsins og bæta og þróa þjónustu. Þjónusta sveitarfélagsins er síst minni nú en hún var áður en ráðist var í hagræðingu í rekstri, m.a. hefur opnunartími sundlauga lengst og öll leikskólapláss verið boðin til afnota. Sveitarfélagið Árborg er vel í sveit sett, þar er veitt fjölbreytt þjónusta sem nýtist íbúum á stóru landsvæði og þeim ferðamönnum sem leið eiga um, hvort sem þeir fara um Suðurlandsveg á Selfoss eða um Suðurstrandarveg til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Liður í uppbyggingu þjónustu fyrir ferðamenn og heimafólk er viðbygging við Sundhöll Selfoss sem nú hefur verið hafist handa við. Mörg sóknarfæri felast í ferðamennsku, enda leggur stór hluti innlendra sem erlendra ferðamanna leið sína um sveitarfélagið. Gistimöguleikum hefur fjölgað sem og tækifærum til afþreyingar.Stöðug uppbygging Talsvert framboð er af lóðum í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og veitir sveitarfélagið 25% afslátt af gatnagerðargjöldum. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hefur verið lækkaður þrjú ár í röð og gjaldskrárhækkunum haldið í lágmarki, m.a. hækkuðu gjaldskrár vegna leik- og grunnskóla ekki um síðustu áramót. Grunn- og leikskólar eru öflugir og hefur skólastarf verið eflt með breyttu fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu skólanna. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið stöðug og markviss. Áframhaldandi uppbygging göngustíga milli byggðakjarna og innan þeirra býður upp á fjölbreyttari leiðir til að komast á milli staða, eflir samkennd og stuðlar að heilsueflingu. Allt gerir þetta sveitarfélagið að góðum búsetukosti. Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil enda taka þeir ákvarðanir sem snúa að meðferð almannafjár um þjónustu sem varðar alla íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt það og sannað að þeim er treystandi til að snúa mínus í plús. Tækifæri er til þess að viðhalda stöðugleika í rekstri og ábyrgri fjármálastjórnun sem skapar færi á að halda áfram að efla og bæta þjónustu og byggja upp innviði samfélagsins. Þetta tækifæri geta kjósendur í Árborg nýtt með því að setja X við D-lista í sveitarstjórnarkosningunum hinn 31. maí nk.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar