Freyr: Leikur upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 08:30 Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar okkar á æfingu í Nyon. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson „Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira