Frelsinu fylgir ábyrgð Bóas Hallgrímsson skrifar 7. maí 2014 07:00 Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun