Frelsinu fylgir ábyrgð Bóas Hallgrímsson skrifar 7. maí 2014 07:00 Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun