Við ætlum samt að svíkja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2014 06:00 Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun