Þörf er á lögbundnum lágmarkslaunum! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon og Birgitta Jónsdóttir eru meðflutningsmenn þingmálsins. Tilgangur laganna er að innleiða og viðhalda beinni tengingu lægstu grunnlauna við landsmeðaltal neysluviðmiðs og að bein tengsl séu á milli lágmarkslauna og neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu. Vinnumálastofnun er ætlað að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt og hefur í þeim tilgangi aðgang að launaútreikningum vinnuveitenda. Sá eiginleiki neysluviðmiðs, að sýna raunverulegan kostnað vegna útgjalda við framfærslu, er vel til þess fallinn að mæla breytingar á framfærslukostnaði í landinu. Tenging á milli neysluviðmiðs og lægstu launa á því að tryggja að launin fylgi þróun verðlags og kaupmáttar og draga úr hættunni á því að lægstu launin haldi ekki í við þróunina. Þrátt fyrir þann árangur sem verkalýðshreyfingin hefur náð á undanförnum áratug í að hífa upp lægstu launin þá eru þau því miður enn alltof lág og í raun ekki mannsæmandi í okkar þjóðfélagi sem telst vel efnum búið á heimsvísu. Tilgangur þessa frumvarps er ekki að taka fram fyrir hendur stéttarfélaga í samningum um betra kaup og bætt kjör fyrir sitt fólk, það verkefni mun áfram brenna á verkalýðsforystunni þótt lágmarkslaun verði bundin í lög. Lögum um lágmarkslaun er ekki ætlað að fara fram með óraunhæf yfirboð heldur taka mið af raunsæjum grunni til að byggja á sem er ætlað að falla að því félagslega stuðningskerfi sem við höfum í landinu, s.s. í formi vaxtabóta, húsaleigubóta, barnabóta og þrepaskipts skattkerfis. Ósjaldan heyrast háværar raddir gegn hækkunum lægstu launa frá atvinnulífinu einnig frá ríkinu og nú síðast frá Seðlabanka Íslands þegar launafólk á almenna vinnumarkaðnum gerði kröfu til sérstakrar hækkunar á lægstu laun. Láglaunafólki virðist öllum öðrum fremur ætlað að bera ábyrgð á verðbólgu/þenslu og annarri efnahagslegri óáran og því heyrist einatt hljóð úr horni ef krafist er hærri launa þeim til handa. Samanburður launa innan launþegahreyfingarinnar hefur verið ákveðinn dragbítur á verulega hækkun lægstu launa. Nauðsynlegt er að horfast í augu við það.Mikið verk að vinna Þrátt fyrir það að hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum sé verulega lægra en innan ESB þá er enn mikið verk að vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins við að ná launum upp miðað við raunframfærslu fólks, þar sem allir þættir eru teknir inn í myndina þó án nokkurra lúxusviðmiða. Vinnumarkaðurinn glímir enn við mikinn kynbundinn launamun og benda má á bág kjör t.d. erlends verkafólks, umönnunarstétta og almenns verkafólks í landinu. Verkakonur voru t.d. með lægstu laun fullvinnandi launamanna hér á landi árið 2012. Þeim fullyrðingum hefur verið haldið á lofti að lögbinding lágmarkslauna veikti verkalýðshreyfinguna og að hennar væri ekki þörf þar sem sterk verkalýðshreyfing væri til staðar. Ég tel þessa staðhæfingu vera barn síns tíma og veruleikinn er sá að í 21 ríki af 28 ríkjum ESB eru lögbundin lágmarkslaun og í Þýskalandi, sem er fjölmennasta ríki ESB, er stefnt að lögbindingu lágmarkslauna 1. janúar 2015. Vinstri menn settu þá kröfu fram og börðust fyrir henni. Í Kanada og í Bandaríkjunum eru lögbundin lágmarkslaun og enn fremur í fjölda annarra ríkja sem teljast hafa þróað efnahagskerfi og hefur útbreiðslan aukist frá síðustu aldamótum og ein skýringin á því er talin vera vaxandi undirboð á vinnumarkaði í kjölfar aukins flæðis vinnuafls á milli ríkja. Þessi þróun sýnir að þörfin fyrir lögbindingu lágmarkslauna er vissulega til staðar í nútímasamfélagi. Henni er ekki ætlað að veikja kjarabaráttuna heldur þvert á móti að bregðast við aðkallandi vandamáli og verða hvatning til þess að ná fram betri árangri til handa launafólki. Samfélagið ber ábyrgð á því fólki sem býr við lökust kjörin og því er það líka ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnumarkaðarins að fólki séu tryggð mannsæmandi kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon og Birgitta Jónsdóttir eru meðflutningsmenn þingmálsins. Tilgangur laganna er að innleiða og viðhalda beinni tengingu lægstu grunnlauna við landsmeðaltal neysluviðmiðs og að bein tengsl séu á milli lágmarkslauna og neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu. Vinnumálastofnun er ætlað að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt og hefur í þeim tilgangi aðgang að launaútreikningum vinnuveitenda. Sá eiginleiki neysluviðmiðs, að sýna raunverulegan kostnað vegna útgjalda við framfærslu, er vel til þess fallinn að mæla breytingar á framfærslukostnaði í landinu. Tenging á milli neysluviðmiðs og lægstu launa á því að tryggja að launin fylgi þróun verðlags og kaupmáttar og draga úr hættunni á því að lægstu launin haldi ekki í við þróunina. Þrátt fyrir þann árangur sem verkalýðshreyfingin hefur náð á undanförnum áratug í að hífa upp lægstu launin þá eru þau því miður enn alltof lág og í raun ekki mannsæmandi í okkar þjóðfélagi sem telst vel efnum búið á heimsvísu. Tilgangur þessa frumvarps er ekki að taka fram fyrir hendur stéttarfélaga í samningum um betra kaup og bætt kjör fyrir sitt fólk, það verkefni mun áfram brenna á verkalýðsforystunni þótt lágmarkslaun verði bundin í lög. Lögum um lágmarkslaun er ekki ætlað að fara fram með óraunhæf yfirboð heldur taka mið af raunsæjum grunni til að byggja á sem er ætlað að falla að því félagslega stuðningskerfi sem við höfum í landinu, s.s. í formi vaxtabóta, húsaleigubóta, barnabóta og þrepaskipts skattkerfis. Ósjaldan heyrast háværar raddir gegn hækkunum lægstu launa frá atvinnulífinu einnig frá ríkinu og nú síðast frá Seðlabanka Íslands þegar launafólk á almenna vinnumarkaðnum gerði kröfu til sérstakrar hækkunar á lægstu laun. Láglaunafólki virðist öllum öðrum fremur ætlað að bera ábyrgð á verðbólgu/þenslu og annarri efnahagslegri óáran og því heyrist einatt hljóð úr horni ef krafist er hærri launa þeim til handa. Samanburður launa innan launþegahreyfingarinnar hefur verið ákveðinn dragbítur á verulega hækkun lægstu launa. Nauðsynlegt er að horfast í augu við það.Mikið verk að vinna Þrátt fyrir það að hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum sé verulega lægra en innan ESB þá er enn mikið verk að vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins við að ná launum upp miðað við raunframfærslu fólks, þar sem allir þættir eru teknir inn í myndina þó án nokkurra lúxusviðmiða. Vinnumarkaðurinn glímir enn við mikinn kynbundinn launamun og benda má á bág kjör t.d. erlends verkafólks, umönnunarstétta og almenns verkafólks í landinu. Verkakonur voru t.d. með lægstu laun fullvinnandi launamanna hér á landi árið 2012. Þeim fullyrðingum hefur verið haldið á lofti að lögbinding lágmarkslauna veikti verkalýðshreyfinguna og að hennar væri ekki þörf þar sem sterk verkalýðshreyfing væri til staðar. Ég tel þessa staðhæfingu vera barn síns tíma og veruleikinn er sá að í 21 ríki af 28 ríkjum ESB eru lögbundin lágmarkslaun og í Þýskalandi, sem er fjölmennasta ríki ESB, er stefnt að lögbindingu lágmarkslauna 1. janúar 2015. Vinstri menn settu þá kröfu fram og börðust fyrir henni. Í Kanada og í Bandaríkjunum eru lögbundin lágmarkslaun og enn fremur í fjölda annarra ríkja sem teljast hafa þróað efnahagskerfi og hefur útbreiðslan aukist frá síðustu aldamótum og ein skýringin á því er talin vera vaxandi undirboð á vinnumarkaði í kjölfar aukins flæðis vinnuafls á milli ríkja. Þessi þróun sýnir að þörfin fyrir lögbindingu lágmarkslauna er vissulega til staðar í nútímasamfélagi. Henni er ekki ætlað að veikja kjarabaráttuna heldur þvert á móti að bregðast við aðkallandi vandamáli og verða hvatning til þess að ná fram betri árangri til handa launafólki. Samfélagið ber ábyrgð á því fólki sem býr við lökust kjörin og því er það líka ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnumarkaðarins að fólki séu tryggð mannsæmandi kjör.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar