Byggjum brýr Líf Magneudóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Líf Magneudóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun