

„Alls konar“ fyrir hverja?!
Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram.
Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa.
Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis.
Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu?
Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?!
Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað?
Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um.
Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna?
Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar