„Alls konar“ fyrir hverja?! Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Ég var mjög bjartsýn þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í seinustu borgarstjórnarkosningum og náði meirihluta með mínum gamla flokki; Samfylkingunni. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð þar sem unnið yrði af kappi við að auka jöfnuð og þar með hamingju í samfélaginu. En eins og rannsóknir segja okkur leiðir aukinn jöfnuður samfélaga til meiri lífsgæða fyrir alla íbúa þess. Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram. Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa. Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis. Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu? Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?! Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað? Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um. Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna? Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var mjög bjartsýn þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í seinustu borgarstjórnarkosningum og náði meirihluta með mínum gamla flokki; Samfylkingunni. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð þar sem unnið yrði af kappi við að auka jöfnuð og þar með hamingju í samfélaginu. En eins og rannsóknir segja okkur leiðir aukinn jöfnuður samfélaga til meiri lífsgæða fyrir alla íbúa þess. Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram. Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa. Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis. Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu? Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?! Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað? Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um. Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna? Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar