Ráðdeild eða refsivöndur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. mars 2014 07:00 Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun