Hvaða spurning er á dagskrá? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. mars 2014 06:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun