Fylkjum liði í menntamálum Skúli Helgason skrifar 21. janúar 2014 06:00 Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar