Bankaskattsfúsk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. janúar 2014 06:00 Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun