Þjóðarsátt gegn dagforeldrum Pawel Bartoszek skrifar 10. janúar 2014 06:00 Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun