Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. nóvember 2014 16:38 Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu. Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu.
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira