Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 14:36 Von er á veseni á Keflavíkurflugvelli næstu tvo daga sökum veðurs. vísir/vilhelm Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum. Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum.
Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira