Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. febrúar 2025 11:47 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03