Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 12:29 Götur landsins, þar með talið í Reykjavík, eru margar og koma misvel undan vetri ár hvert. Vísir/Einar Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“ Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira