Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 19:03 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki. Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira