Íslenski boltinn

Rúnar og Siggi Raggi funduðu á Kaffi Vest

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Ég reikna með því að mál mín skýrist um miðja næstu viku,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
"Ég reikna með því að mál mín skýrist um miðja næstu viku,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Vísir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson vill ekkert gefa uppi um hvort hann verði aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning hjá félaginu í dag. Óvíst er hver aðstoðarþjálfari Rúnars verður en Pétur Pétursson, aðstoðarmaður Rúnars hjá KR, hefur gefið þann möguleika upp á bátinn þar sem ekki tókust samningar um kaup og kjör við norska félagið.

Rúnar fundaði með Sigurði Ragnari á kaffihúsinu Kaffi Vest í Vesturbænum á þriðjudaginn. Voru þeir í djúpum samræðum samkvæmt heimildarmanni Vísis. Rúnar hélt af landi brott í morgun til að skrifa undir samninginn.

Sigurður Ragnar lét af störfum í haust eftir eitt tímabil sem þjálfari ÍBV í efstu deild karla. Hann vill ekkert tjá sig um mögulegt aðstoðarmannastarf hjá Lilleström.

„Það eru nokkrir spennandi kostir sem ég er að skoða,“ segir Sigurður Ragnar. Möguleikarnir séu bæði innanlands sem utan. „Ég reikna með því að mál mín skýrist um miðja næstu viku.“


Tengdar fréttir

Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström

Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa.

Rúnar búinn að semja við Lilleström

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá flaug Rúnar Kristinsson út til Noregs í morgun til þess að skrifa undir samning við norska félagið Lilleström.

Rúnar: Ég elska Lilleström

Rúnar Kristinsson brosti sínu blíðasta á blaðamannafundi Lilleström áðan þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×