Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 16:45 Ísabella Sara Tryggvadóttir er farin frá Val til sænska stórliðsins Rosengård. Valur Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir er orðin leikmaður sænska stórveldisins Rosengård. Félagið keypti hana frá Val nú þegar leiktíðin er nýhafi í sænsku úrvalsdeildinni. Hin 18 ára gamla Ísabella Sara gekk í raðir Vals árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu KR. Hún varð Íslandsmeistari með Val sama ár. Á síðasta tímabili varð hún svo bikarmeistari. Skammt er síðan að hún framlengdi samning sinn við Val sem nú hefur hins vegar komist að samkomulagi við sænsku meistarana um sölu. „Rosengård er einn stærsti klúbburinn í Skandinavíu kvennamegin og því ljóst að þetta er frábært tækifæri fyrir Ísabellu. Hún framlengdi samningi sínum við okkur um fjögur ár á dögunum en þetta er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Við erum afskaplega ánægð fyrir hennar hönd,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Hin sóknarþenkjandi Ísabella Sara skoraði sex mörk á síðasta tímabili. Hjá Rosengård hittir hún fyrir landsliðskonuna og miðvörðinn Guðrúnu Arnarsdóttur. „Eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera“ Alls hefur Ísabella Sara spilað 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þar af tvo fyrir U-23 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. „Ég er virkilega ánægð með að koma til FC Rosengård. Að spila erlendis er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera. Sænska deildin er mjög sterk - það er líkamlegur styrkur og hraði hérna, svo það verður gaman,“ segir Ísabella við heimasíðu Rosengård. Hún mun klæðast treyju númer tíu og má spila strax í næsta leik Rosengård sem er við Växjö á laugardaginn. Rosengård er eins og fyrr segir ríkjandi meistari í Svíþjóð og leikur því í Meistaradeild Evrópu. Liðið, sem áður hét Malmö, hefur unnið fjórtán meistaratitla og þar af fjóra af síðustu sex. Rosengård hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðustu tvö ár. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Hin 18 ára gamla Ísabella Sara gekk í raðir Vals árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu KR. Hún varð Íslandsmeistari með Val sama ár. Á síðasta tímabili varð hún svo bikarmeistari. Skammt er síðan að hún framlengdi samning sinn við Val sem nú hefur hins vegar komist að samkomulagi við sænsku meistarana um sölu. „Rosengård er einn stærsti klúbburinn í Skandinavíu kvennamegin og því ljóst að þetta er frábært tækifæri fyrir Ísabellu. Hún framlengdi samningi sínum við okkur um fjögur ár á dögunum en þetta er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Við erum afskaplega ánægð fyrir hennar hönd,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Hin sóknarþenkjandi Ísabella Sara skoraði sex mörk á síðasta tímabili. Hjá Rosengård hittir hún fyrir landsliðskonuna og miðvörðinn Guðrúnu Arnarsdóttur. „Eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera“ Alls hefur Ísabella Sara spilað 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þar af tvo fyrir U-23 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. „Ég er virkilega ánægð með að koma til FC Rosengård. Að spila erlendis er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera. Sænska deildin er mjög sterk - það er líkamlegur styrkur og hraði hérna, svo það verður gaman,“ segir Ísabella við heimasíðu Rosengård. Hún mun klæðast treyju númer tíu og má spila strax í næsta leik Rosengård sem er við Växjö á laugardaginn. Rosengård er eins og fyrr segir ríkjandi meistari í Svíþjóð og leikur því í Meistaradeild Evrópu. Liðið, sem áður hét Malmö, hefur unnið fjórtán meistaratitla og þar af fjóra af síðustu sex. Rosengård hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðustu tvö ár.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira