Styður uppbyggingu en ekki deiliskipulagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2014 18:22 Kjartan segir að þrátt fyrir að samkomulagið geri ráð fyrir að deiliskipulagsvinnan klárist hafi hann talið hægt að ná samkomulagi um að ekki yrði farið út í frekari skipulagsvinnu á svæðinu. Vísir / Valli Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjáflstæðisflokksins, lýst enn vel á hugmyndir um uppbyggingu á Hlíðarerndasvæðinu þrátt fyrir að vera andsnúinn deiliskipulagsbreytingum svæðisins sem eru forsenda uppbyggingarinnar. Í mars á síðasta ári kom hann fram á kynningarfundinum um Hlíðarendabyggð og fagnaði áformunum en nú eru hann og aðrir borgarfulltrúar flokksins mótfallnir breytingunum.Nýjar upplýsingar breyttu afstöðunni „Við sjálfstæðismenn styðjum að það verði byggt upp á þessu svæði,“ segir Kjartan. Eftir að Rögnunefndin, sem finna á framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, tók til starfa hafi hinsvegar nýjar upplýsingar komið fram. „Þá komu fram mjög vel rökstuddar athugasemdir, sem að sumu leiti höfðu ekki komið fram áður, um að notkunarhlutfall flugvallarins myndi falla töluvert mikið meira en áður var talið ef að þriðja flugbrautin færi,“ segir hann. Það eru þó ekki bara þessar nýju upplýsingar sem höfðu áhrif á Kjartan heldur endurmat á eldri upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunum um að láta flugbrautina víkja. „Síðan hefur komið í ljós að það er meiri ágreiningur um túlkun á eldri gögnum en ég hélt,“ segir hann.Í samræmi við samkomulagið Kjartan segir að þegar Rögnunefndin hafi verið skipuð hafi sjálfstæðismenn séð tækifæri til að ná sátt í málinu. „Þá héldum við að það væri hægt að ná samkomulagi um það að menn myndu ekki fara út í frekari skipulagsvinnu á svæðinu fyrr en að nefndin væri búin að skila af sér,“ útskýrir hann. Í samkomulaginu sem gert var á milli borgarinnar, ríkisins og Icelandair Group, sem Rögnunefndin sprettur upp úr, er hinsvegar gert ráð fyrir að deiluskipalgið verið klárað og að þriðja flugbrautin, NA/SV-brautin, verði látin víkja. Orðrétt segir: „Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári.“Er þá sú skipulagsvinna sem hefur átt sér stað ekki í samræmi við samkomulagið? „Jú en ég vil samt benda á það að það hafa á undanförnu ári verið að koma fram nýjar upplýsingar, álit frá nýjum aðilum, að notkunarstuðull flugvallarains getur verið í hættu ef að þriðja flugbrautin fari,“ segir Kjartan. Alþingi Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjáflstæðisflokksins, lýst enn vel á hugmyndir um uppbyggingu á Hlíðarerndasvæðinu þrátt fyrir að vera andsnúinn deiliskipulagsbreytingum svæðisins sem eru forsenda uppbyggingarinnar. Í mars á síðasta ári kom hann fram á kynningarfundinum um Hlíðarendabyggð og fagnaði áformunum en nú eru hann og aðrir borgarfulltrúar flokksins mótfallnir breytingunum.Nýjar upplýsingar breyttu afstöðunni „Við sjálfstæðismenn styðjum að það verði byggt upp á þessu svæði,“ segir Kjartan. Eftir að Rögnunefndin, sem finna á framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, tók til starfa hafi hinsvegar nýjar upplýsingar komið fram. „Þá komu fram mjög vel rökstuddar athugasemdir, sem að sumu leiti höfðu ekki komið fram áður, um að notkunarhlutfall flugvallarins myndi falla töluvert mikið meira en áður var talið ef að þriðja flugbrautin færi,“ segir hann. Það eru þó ekki bara þessar nýju upplýsingar sem höfðu áhrif á Kjartan heldur endurmat á eldri upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunum um að láta flugbrautina víkja. „Síðan hefur komið í ljós að það er meiri ágreiningur um túlkun á eldri gögnum en ég hélt,“ segir hann.Í samræmi við samkomulagið Kjartan segir að þegar Rögnunefndin hafi verið skipuð hafi sjálfstæðismenn séð tækifæri til að ná sátt í málinu. „Þá héldum við að það væri hægt að ná samkomulagi um það að menn myndu ekki fara út í frekari skipulagsvinnu á svæðinu fyrr en að nefndin væri búin að skila af sér,“ útskýrir hann. Í samkomulaginu sem gert var á milli borgarinnar, ríkisins og Icelandair Group, sem Rögnunefndin sprettur upp úr, er hinsvegar gert ráð fyrir að deiluskipalgið verið klárað og að þriðja flugbrautin, NA/SV-brautin, verði látin víkja. Orðrétt segir: „Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári.“Er þá sú skipulagsvinna sem hefur átt sér stað ekki í samræmi við samkomulagið? „Jú en ég vil samt benda á það að það hafa á undanförnu ári verið að koma fram nýjar upplýsingar, álit frá nýjum aðilum, að notkunarstuðull flugvallarains getur verið í hættu ef að þriðja flugbrautin fari,“ segir Kjartan.
Alþingi Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46