Jóhannes staðfestur sem nýr þjálfari ÍBV 20. október 2014 13:08 Jóhannes Harðarson. vísir/gloría ÍBV kynnti til sögunnar eftir hádegi nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Það er Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson eins og búist var við. Jóhannes samdi við ÍBV til þriggja ára og mun flytja til Eyja og búa þar. ÍBV segist vera að setja af stað þriggja ára verkefni þar sem á að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp sterkara lið en áður. Jóhannes hefur verið að þjálfa í Noregi síðustu ár en þar lék hann áður en hann hellti sér út í þjálfun. Hann tekur við starfinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti af fjölskylduástæðum.FRÉTTATILKYNNING FRÁ ÍBVKnattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Jóhannesar Þórs Harðarsonar sem þjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu. Samningur aðila er til þriggja ára og mun Jóhannes flytja til Eyja og hafa fasta búsetu í Vestmannaeyjum.Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsídeildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár.Einnig mun Jóhannes koma að mótun yngri leikmanna félagsins í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu. Markmið beggja, félagsins og Jóhannesar, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu,byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.Jóhannes er vel kunnur sem einn af okkar betri knattspyrnumönnum áður en hann snéri sér að þjálfun. Jóhannes lék allan sinn feril hérlendis með Skagamönnum og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs.Hann lék með liði Skagamanna frá árinu 1995-2000 og varð m.a. Íslandsmeistari með Skagaliðinu á sínu fyrsta ári. Hann varð svo tvöfaldur meistari með liðinu árið 1996 eftir tvo hreina úrslitaleiki, annars vegar gegn KR í deildinni, sigur 4-1, og svo gegn ÍBV í bikarkeppninni, sigur 2-1. Hann varð svo aftur bikarmeistari með liðinu árið 2000 eftir 2-1 sigur á ÍBV.Eftir tímabilið árið 2000 hélt Jóhannes í atvinnumennsku til Hollands og lék þar árin 2001-2004 með liðum MVV Maastricht og Groningen. Þaðan hélt hann svo til Noregs og lék með liði Start árin 2004-2009 þar til hann snéri sér að þjálfun og tók þá við liði Fløy í 3. efstu deild í Noregi. Jóhannes Þór hefur nú þjálfað lið Fløy sl. 5 ár og skilar þar góðu búi.Jóhannes á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 2 A-landsleiki, og voru það báðir sigurleikir gegn Suður-Afríku og Möltu. Jóhannes hóf hins vegar sinn landsliðsferil með U-16 hér í Vestmannaeyjum á Norðurlandamótinu árið 1991.Leiðir Jóhannesar og ÍBV hafa því áður legið saman á hans ferli og nú mun það birtast í góðu samstarfi að efla ÍBV, búa til öflugt lið og hlúa vel að yngri leikmönnum liðsins.Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, fylki sér á bak við nýjan þjálfara, leikmenn og stjórn knattspyrnunnar í að styðja við þetta verkefni að festa ÍBV liðið í sessi sem Pepsídeildarlið.Knattspyrnuráð ÍBV býður Jóhannes Þór velkominn til starfa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes kynntur til leiks í Eyjum? Knattspyrnudeild ÍBV hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegið þar sem nýr þjálfari karlaliðsins félagsins verður kynntur til sögunnar. 20. október 2014 09:55 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍBV kynnti til sögunnar eftir hádegi nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Það er Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson eins og búist var við. Jóhannes samdi við ÍBV til þriggja ára og mun flytja til Eyja og búa þar. ÍBV segist vera að setja af stað þriggja ára verkefni þar sem á að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp sterkara lið en áður. Jóhannes hefur verið að þjálfa í Noregi síðustu ár en þar lék hann áður en hann hellti sér út í þjálfun. Hann tekur við starfinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti af fjölskylduástæðum.FRÉTTATILKYNNING FRÁ ÍBVKnattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Jóhannesar Þórs Harðarsonar sem þjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu. Samningur aðila er til þriggja ára og mun Jóhannes flytja til Eyja og hafa fasta búsetu í Vestmannaeyjum.Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsídeildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár.Einnig mun Jóhannes koma að mótun yngri leikmanna félagsins í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu. Markmið beggja, félagsins og Jóhannesar, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu,byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.Jóhannes er vel kunnur sem einn af okkar betri knattspyrnumönnum áður en hann snéri sér að þjálfun. Jóhannes lék allan sinn feril hérlendis með Skagamönnum og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs.Hann lék með liði Skagamanna frá árinu 1995-2000 og varð m.a. Íslandsmeistari með Skagaliðinu á sínu fyrsta ári. Hann varð svo tvöfaldur meistari með liðinu árið 1996 eftir tvo hreina úrslitaleiki, annars vegar gegn KR í deildinni, sigur 4-1, og svo gegn ÍBV í bikarkeppninni, sigur 2-1. Hann varð svo aftur bikarmeistari með liðinu árið 2000 eftir 2-1 sigur á ÍBV.Eftir tímabilið árið 2000 hélt Jóhannes í atvinnumennsku til Hollands og lék þar árin 2001-2004 með liðum MVV Maastricht og Groningen. Þaðan hélt hann svo til Noregs og lék með liði Start árin 2004-2009 þar til hann snéri sér að þjálfun og tók þá við liði Fløy í 3. efstu deild í Noregi. Jóhannes Þór hefur nú þjálfað lið Fløy sl. 5 ár og skilar þar góðu búi.Jóhannes á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 2 A-landsleiki, og voru það báðir sigurleikir gegn Suður-Afríku og Möltu. Jóhannes hóf hins vegar sinn landsliðsferil með U-16 hér í Vestmannaeyjum á Norðurlandamótinu árið 1991.Leiðir Jóhannesar og ÍBV hafa því áður legið saman á hans ferli og nú mun það birtast í góðu samstarfi að efla ÍBV, búa til öflugt lið og hlúa vel að yngri leikmönnum liðsins.Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, fylki sér á bak við nýjan þjálfara, leikmenn og stjórn knattspyrnunnar í að styðja við þetta verkefni að festa ÍBV liðið í sessi sem Pepsídeildarlið.Knattspyrnuráð ÍBV býður Jóhannes Þór velkominn til starfa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes kynntur til leiks í Eyjum? Knattspyrnudeild ÍBV hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegið þar sem nýr þjálfari karlaliðsins félagsins verður kynntur til sögunnar. 20. október 2014 09:55 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jóhannes kynntur til leiks í Eyjum? Knattspyrnudeild ÍBV hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegið þar sem nýr þjálfari karlaliðsins félagsins verður kynntur til sögunnar. 20. október 2014 09:55