Af hræsni og mittismálum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2014 11:06 Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun