Fótbolti

Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn fagna í Póllandi.
Stjörnumenn fagna í Póllandi. Vísir/Adam Jastrzebowski
Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld.

Stjörnumenn verða að spila heimaleikinn á Laugardalsvellinum en það var ekki hægt að spila leikinn á vellinu8m fimmtudaginn 21. ágúst því þá er íslenska kvennalandsliðið að spila við Danmörku í undankeppni HM.

Stjörnumenn fengu að færa leikinn yfir á miðvikudag en seinni leikurinn fer síðan fram átta dögum síðar á San Siro leikvanginum í Mílanó.

Það má búast við góðri mætingu í Laugardalinn eftir tólf daga en Stjörnumenn eru þegar búnir að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu með því að slá út þrjú félög - velska liðið Bangor City, skoska liðið Motherwell og pólska liðið Lech Poznan.

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn geta því tekið þetta kvöld frá og bíða eftir fréttum af miðsölunni á leikinn.


Tengdar fréttir

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×