Þegar þekkingarleysið réði ríkjum Gauti Skúlason skrifar 1. júlí 2014 16:54 Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun