Ég er Pírati út af skólamálum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 30. maí 2014 14:00 Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar