Reykjavík er ekki neitt án ungs fólks Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Magnús Sigurbjörnsson skrifar 20. maí 2014 09:52 Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Sjá meira
Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun