Málefni fatlaðs fólks á Akureyri Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:30 Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun