Betra er að vera ólæs en illa innrættur Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 7. apríl 2014 16:24 Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun