Fagfólkið má vita, ekki foreldrarnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. mars 2014 08:54 Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun