Slitastjórnin Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2014 08:43 Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun